Enn er nauðsynlegt fyrir íbúa í Svalbarðsstrandarhreppi að sjóða neysluvatn sitt.
Í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra eru daglega tekin sýni í veitukerfinu og tekur nokkra daga að fá niðurstöður úr þeim. Tilkynning verður send til notenda í Svalbarðsstrandarhreppi þegar fullnægjandi niðurstöður liggja fyrir um að veitukerfið hafi endanlega hreinsað sig af menguninni auk þess sem tilkynning kemur hér inn á heimasíðuna.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15