27. mar 2015

Íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi eru beðnir að sjóða allt neysluvatn

Íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi eru beðnir að sjóða allt neysluvatn

Svo virðist sem yfirborðsmengun hafi komist í vatnsból á Svalbarðsströnd trúlega tengt leysingum.  Niðurstöður úr sýnatökum gefa vísbendingu um mengun, en endanleg niðurstaða úr sýnatöku mun liggja fyrir á mánudaginn.  Af öryggisástæðum eru íbúar beðnir um að sjóða allt neysluvatn.

Þegar svipað tilvik kom upp fyrir nokkrum árum var tekin ákvörðun um að bora holu inn í klöpp á lindasvæðinu og tókst sú aðgerð mjög vel og gefur holan stóran hluta af því vatni sem þörf er fyrir í sveitarfélaginu.  En eru nokkur eldri ból í notkun og líklega hefur eitt af þeim mengast.  Búið er að taka hluta af bólunum úr notkun meðan gerðar verða frekari mælingar.

Með hliðsjón af þessu tilviki reiknum við með því að að leita frekara vatns með borun viðbótar holu á svæðinu, en eins og gefur að skilja eru minni líkur á yfirborðsmengun þar sem vatnið er sótt um hundrað metra inn í bergið.

Smáskilaboð hafa verið send til íbúa í Svalbarðsstrandarhreppi og hringt í þá sem ekki eru með farsíma.  Vonum við að allir hafi fengið upplýsingar hér að lútandi.

Nánari fréttir af málinu verða fluttar þegar frekari niðurstöður liggja fyrir.