29. des 2012

Ísingarveður í kortunum

Í stöðuskýrslu almannavarna kemur fram að fjórar lægðir séu við landið og hætta á ísingarveðri einkum norðvestanlands. Gert er ráð fyrir að óveðrið gangi austur yfir landið í nótt og á morgun.

Í stöðuskýrslu almannavarna kemur fram að fjórar lægðir séu við landið og hætta á ísingarveðri einkum norðvestanlands.  Gert er ráð fyrir að óveðrið gangi austur yfir landið í nótt og á morgun.  Ísingarhætta á austanverðu landinu ræðst af úrkomumagni og hitastigi.  Gangi spár um kólandi veður eftir dregur úr hættu á ísingu.

Laxárlína 1 fór út í morgun en viðgerðarflokkur hefur nú lokið viðgerð svo hún er komin inn aftur.

Vindaspá Veðurstofu Íslands 29 desember 2012

Mynd - heimild: af vef Veðurstofu Íslands