Þriðja árið í röð hefur Norðurorka hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem hefur að markmiði að auka jafnvægi milli kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Við í Norðurorku erum svo sannarlega stolt af því að vera á meðal þeirra fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu
Í ár voru 130 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir framlag sitt að settum markmiðum. Viðurkenningarhafar eru þeir sem hafa náð markmiði um 40/60 kynjahlutfall í efsta lagi stjórnenda.
Sjö sitja í framkvæmdaráði Norðurorku, þar af þrjár konur.
Þess má geta að mælaborð Jafnvægisvogarinnar heldur utan um tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti. Í mælaborðinu koma fram helstu upplýsingar um stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi. Þar má einnig finna kynjahlutföll við brautskráningar úr háskólum, stöðu kynjanna innan atvinnugreina og GemmuQ kynjakvarðann fyrir skráð félög á markaði. Mælaborðið má skoða hér: www.fka.is/verkefni/jafnvaegisvogin/maelabord
Opnunartími í afgreiðslu:
Alla virka daga kl. 8-12 og 13-15
Opnunartími þjónustuborðs:
Mánudag til fimmtudags kl. 8-12 og 13-16
Föstudag kl. 8-12 og 13-15:20