9. júl 2012

Jarðhitaskóli Sameinuðuþjóðanna í heimsókn

Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna var stofnaður árið 1979 með samstarfi Íslenska ríkisins og Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna var stofnaður árið 1979 með samstarfi Íslenska ríkisins og Háskóla Sameinuðu þjóðanna en Orkustofnun hefur séð um rekstur hans frá upphafi.

Markmið skólans er að byggja upp þekkingu í þróunarlöndum sem búa yfir jarðhita. Sérfræðiþekking á svið jarðhitafræða er mikvæg forsenda þess að nýting jarðhitans sé möguleg, en víða í heiminum er jarðhiti mjög vannýtt auðlind.

Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna býður upp á sex mánaða sérhæfða þjálfun fyrir sérfræðinga sem vinna við jarðhitarannsóknir, þróun og nýtingu. Þá hefur skólinn boðið nokkrum nemendum frekara nám fyrir meistara- eða doktorsgráðu í samstarfi við Háskóla Íslands.

Nýlega hefur verið gefinn út bæklingur um skólann þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um skólann og þjálfunarverkefni hans.

Nemendur skólans hafa komið í heimsókn til Norðurorku frá árinu 1979 en þau eru væntanleg í heimsókn á morgun 10. júlí og fara þá í kynnisferð um helstu vinnslusvæði fyrirtækisins.