Starfsmenn og nemendur í Jarðhitaskóla Sameinuðuþjóðanna á Íslandi komu í heimsókn til Norðurorku í gær. Nemendurnir eru 30 talsins frá 16 þjóðlöndum og koma til sex mánaða námsdvalar á Íslandi. Hópurinn kom til landsins í byrjun maí og hefur því setið á skólabekk í tvo mánuði. Hefðbundið er að þá sé farin náms- og kynnisferð um landið og fyrirtæki í orkugeiranum heimsótt. Þetta er í 33 sinn sem nemendur frá Jarðhitaskólanum heimsækja Norðurorku hf. og forvera þess Hitaveitu Akureyrar heim.
Nemendur í Jarðhitaskóla Sameinuðuþjóðanna í heimsókn hjá Norðurorku.
Myndin er tekin á vinnslusvæðinu á Arnarnesi við Hjalteyri.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15