23. mar 2011

Kaldavatnslaust í Svalbarðsstrandarveitu

Vegna framkvæmda við vatnsveitu í Svalbarðsstrandarhreppi þarf að loka fyrir vatn í hluta sveitarfélagsins föstudaginn 25. mars frá kl. 13.00 og fram eftir degi. Vatnslaust verður á Svalbarðseyri og hjá öðrum þeim sem fá vatn úr kaldavatnsgeymi ofan Svalbarðseyrar. Hugsanlega gæti orðið vatnslaust á öllum bæjum á lögninni frá vatnsbólum við Garðsvík að miðlunargeymi við Svalbarðsströnd, en það kemur ekki í ljós fyrr en farið verður í framkvæmdir.

Vegna framkvæmda við vatnsveitu í Svalbarðsstrandarhreppi þarf að loka fyrir vatn í hluta sveitarfélagsins föstudaginn 25. mars frá kl. 13.00 og fram eftir degi. Vatnlaust verður á Svalbarðseyri og hjá öðrum þeim sem fá vatn úr kaldavatnsgeymi ofan Svalbarðseyrar. Hugsanlega gæti orðið vatnslaust á öllum bæjum á lögninni frá vatnsbólum við Garðsvík að miðlunargeymi við Svalbarðsströnd, en það kemur ekki í ljós fyrr en farið verður í framkvæmdir.

SvalbarðseyriÁstæða þess að loka þarf fyrir vatnið er sú að endurnýja þarf og betrum bæta tengingar við miðlunargeymi ofan við Svalbarðseyri en auk þess verða settir rennslis-mælar á lagnirnar.  Þá verður tækifærið notað til þess að hreinsa og yfirfara miðlunargeyminn. 

Verkið í heild sinni getur tekið allt að einni viku en komið verður á tengingum fram hjá miðlunar-geyminum sem eiga að tryggja nægjanlegt vatn hjá öllum viðskiptavinum, nema ef vera kynni að notkunartoppar verði óvenju háir.  Af þessum sökum eru viðskiptavinir beðnir að fara sparlega með vatnið meðan á framkvæmdum stendur.  

Ábendingar til húsráðenda:

  1. Sérstaka varúð skal sýna í umgengni við heitt vatn úr neysluvatnskrönum s.s. í eldhúsi og á baði, þar sem kalt vatn til blöndunar er ekki tiltækt í vatnsleysi.  Sérstaklega skal vara börn og aldraða við þessari hættu og eftir atvikum að skrúfa fyrir neysluvatnskrana á hitaveitugrind meðan á kaldsvatnsleysi stendur.
  2. Ef kalt vatn er notað í tengslum við frysti- eða kælibúnað, í framleiðsluferlum eða öðru slíku skal gera viðeigandi ráðstafanir til að forðast skemmdir á búnaðinum og vörum.

Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Norðurorku hf. ef einhverjar spurningar vakna, sími 460-1300.