8. júl 2011

Kjarasamningar samþykktir

Unnið við dælustöð
Unnið við dælustöð
Kjarasamningar við Kjöl og Einingu - Iðju hafa verið samþykktir af starfsmönnum Norðurorku hf.

 

Kjarasamningar Norðurorku hf. við Kjöl annars vegar og Einingu - Iðju hins vegar hafa verið samþykktir af starfsmönnum Norðurorku hf.  Kjarasamningur Kjalar var samþykktur af 95% félagsmanna og 80% félagsmanna Einingar-Iðju.

Kjarasamningarnir byggja á þeim aðalkjarasamningi sem  Samtök atvinnulífsins (SA) gerðu við Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og eru á svipuðum nótum og þeir samningar sem gengið hefur verið frá á síðustu vikum hjá orkufyrirtækjum.

Unnið er að gerð kjarasamninga við Félag Vélstjóra og málmtæknimanna og Rafiðnaðarsamband Íslands en þeir hafa tafist f.o.f. vegna anna SA við gerð kjarasamninga auk sumarfría hjá starfsmönnum SA og stéttarfélaganna.