5. júl 2011

Könnun á upplýsingasöfnun og vistun jarðhitagagna

Orkustofnun hefur nú gefið út skýrsluna: Upplýsingatækni jarðhitagagna. Niðurstöður könnunar um upplýsingasöfnun og vistun jarðhitagagna.

Orkustofnun hefur nú gefið út skýrsluna: Upplýsingatækni jarðhitagagna. Niðurstöður könnunar um upplýsingasöfnun og vistun jarðhitagagna.

Í skýrslunni er greint frá helstu niðurstöðum könnunar um upplýsingasöfnun og vistun jarðhitagagna sem lögð var fyrir sérleyfisveitur, orkufyrirtæki og ráðgjafastofur ásamt eftirlits- og háskólastofnun í janúar 2011.

Tilgangur með könnuninni var að fá upplýsingar um hvaða jarðhitagögnum verið er að safna, á hvað formi þau eru, hvernig varðveislu gagna er háttað og hvað betur mætti fara.

Að mati þátttakenda er vatnsmagn/rennsli úr borholu, hitastig vatns úr borholu, vatnsborðsmælingar, efnamælingar, vermi, þrýstingur og borholuupplýsingar mikilvægustu upplýsingarnar í tengslum við jarðhitarannsóknir. Í heildina er meirihluti jarðhitagagna varðveittur í gagnagrunni. Skýr skilaboð voru frá þátttakendum að bæta mætti aðgengi að jarðhitagögnum.

Höfundur skýrslunnar er Anna Lilja Oddsdóttir og verkefnastjórar voru Jónas Ketilsson og Þorvaldur Bragason en könnunin var gerð í framhaldi af starfi óformlegs vinnuhóps sem í sátu fulltrúar Orkustofnunar, ÍSOR, Orkuveitu Reykjavíkur og Háskóla Íslands.

Efni skýrslunnar má nálgast á pdf formi hér: Upplýsingatækni jarðhitagagna 

Heimild: Heimasíða Orkustofnunnar