21. jún 2011

Kynningar og fræðslufundur fyrir sumarbústaðaeigendur

Norðurorka hf. heldur kynningar og fræðslufund fyrir sumarhúsaeigendur miðvikudagskvöldið 22. júní kl. 20.00 að Rangárvöllum.

Norðurorka hf. heldur kynningar og fræðslufund fyrir sumarhúsaeigendur miðvikudagskvöldið 22. júní kl. 20.00.

Fundurinn er haldinn í matsal Norðurorku hf. Rangárvöllum - gengið inn að vestan.

Dagskrá fundarins;

Stutt kynning á Norðurorku og Reykjaveitu
- Baldur Dýrfjörð forstöðumaður þróunar hjá Norðurorku

Reykjaveita - borholur, dælubúnaður, stofnkerfið og dreifikerfið og rekstur þess, tenging við húsveitur o.fl. 
- Stefán H. Steindórsson sviðstjóri framkvæmdasviðs Norðurorku

Kaffihlé

Húsveitan - helstu atriðin í uppbyggingu og rekstri húsveitu, öryggismál o.fl.
- Elías Örn Óskarsson pípulagningarmeistari

Umræður og fyrirspurnir

Fundarlok áætluð kl. 21.30

Allir sumarhúseigendur á þjónustusvæði Norðurorku velkomnir.