Eins og fram hefur komið í fréttum á www.no.is þá hefur Landsvirkjun sagt upp heildsölusamningum um sölu á svo nefndri ótryggri orku gagnvart smásöluaðilum raforku.
Ótrygg orka er nefnd svo þar sem meginatriði skilmálanna eru þau að heimilt er að skerða orku afhendingu með tiltölulega skömmum fyrirvara og kaupandinn skuldbindur sig til þess að eiga tiltækt varaafl til þess að mæta skerðingunni eða að hætta samsvarandi raforkunotkun á meðan á skerðingunni stendur. Á þessum grundvelli hefur verð á ótryggri eða skerðanlegri orku verið mun lægra en forgangsorku.
Í ljósi þess hve miklar breytingarnar eru og hve mikil áhrif þær munu hafa á viðskiptavini Norðurorku hf. og Fallorku ehf. var fyrr í sumar óskað eftir því við Landsvirkjun að haldinn yrðir fundur með viðskiptavinum sem eru með samninga um ótrygga orku og nýjir skilmálar skýrðir og fyrirspurnum um málið svarað. Landsvirkjun tók þeirri málaleitan vel og verður fundurinn haldinn á morgun í höfuðstöðvum Norðurorku hf.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15