22. apr 2014

Landsnet skerðir raforkuflutning

Landsnet hefur tilkynnt að nauðsynlegt sé að skerða raforkuflutning til Norður- og Austurlands.  Vegna takmarkana í framleiðslu raforku og þar með breyttrar innmötunar á raforkukerfið er nauðsynlegt að beita skerðingum gagnvart þeim viðskiptavinum sem eru á skilmálum skerðanlegs flutnings. Tilkynningu Landsnets má lesa hér að neðan.

---

Tilkynning um skerðingu vegna flutningstakmarka
Skerðing hjá notendum á skerðanlegum flutningi á Norður- og Austurlandi vegna flutningstakmarka.
Flutningssnið yfir mörkum : Snið IV (BL2, SI4)
Skerðing hefst: þriðjudaginn 22. apríl  frá kl.17:00
Skerðing líkur : Óákveðið

Nánar: Skerðingu er dreift hlutfallslega milli notenda Rarik á Austur- og Norðurlandi og Norðurorku.  Ástæða skerðingar er mikið álag notenda á skerðanlegum flutningi.  Einnig mikil flutningur eftir byggðalínu vegna stöðu lóna á Norður-  og Austurlandi.

---

Eins og fram kemur í tilkynningu Landsnets er óvíst um það hvenær skerðingum líkur.  Í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram að vatnsstaða í lónum fari hægt batnandi. Þar kemur einnig fram að skerðingum hafi þegar verið beitt gagnvart stóriðju og þeim aðilum sem samkvæmt heildsölusamningum er heimilt að skerða.