Landsnet hefur tilkynnt að nauðsynlegt sé að skerða raforkuflutning til Norður- og Austurlands. Vegna takmarkana í framleiðslu raforku og þar með breyttrar innmötunar á raforkukerfið er nauðsynlegt að beita skerðingum gagnvart þeim viðskiptavinum sem eru á skilmálum skerðanlegs flutnings. Tilkynningu Landsnets má lesa hér að neðan.
---
Tilkynning um skerðingu vegna flutningstakmarka
Skerðing hjá notendum á skerðanlegum flutningi á Norður- og Austurlandi vegna flutningstakmarka.
Flutningssnið yfir mörkum : Snið IV (BL2, SI4)
Skerðing hefst: þriðjudaginn 22. apríl frá kl.17:00
Skerðing líkur : Óákveðið
Nánar: Skerðingu er dreift hlutfallslega milli notenda Rarik á Austur- og Norðurlandi og Norðurorku. Ástæða skerðingar er mikið álag notenda á skerðanlegum flutningi. Einnig mikil flutningur eftir byggðalínu vegna stöðu lóna á Norður- og Austurlandi.
---
Eins og fram kemur í tilkynningu Landsnets er óvíst um það hvenær skerðingum líkur. Í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram að vatnsstaða í lónum fari hægt batnandi. Þar kemur einnig fram að skerðingum hafi þegar verið beitt gagnvart stóriðju og þeim aðilum sem samkvæmt heildsölusamningum er heimilt að skerða.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15