Landsvirkjun hækkaði þann 1. júlí s.l. verð á raforku í heildsölu um 2,8%. Hækkunin nær til svonefndra sjö og tólf ára grunnorkusamninga en í þeim samningum er kveðið á um að samningsbundið verð taki breytingum til samræmis við vísitölu neysluverðs einu sinni á ári. Verðhækkunin er í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs frá apríl 2010 til apríl 2011.
Ekki liggur fyrir hvort eða hvaða áhrif þessi hækkun hefur á verð í smásölu, en ætla má að það muni taka einhverjum breytingum þegar líður á árið.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15