Landsvirkjun hefur kynnt nýja sölusamningana sem hún nefnir jafnorkusamninga og munu þeir verða í boði frá og með næstu áramótum, þ.e. frá þeim tíma sem sala á svonefndri ótryggri orku fellur niður.
Samningana segir Landsvirkjun vera lið í endurskipulagningu á sölukerfi sínu en umræddir samningar taka til þeirra sem fá afhent rafmagn með jöfnu álagi allt árið.
Nýju samningarnir hafa verið kynntir núverandi samningsaðilum en einnig kemur fram í frétt Landsvirkjunar að sveitarfélögum sem nýtt hafa ótrygga orku til rafhitunar bjóðist áfram sérstaklega hagstæð kjör. Einnig kemur fram að Landsvirkjun vonist til þess að nýtt fyrirkomulag hafi jákvæð áhrif á markaðinn með því að hann verði gagnsærri og aðgangur kaupenda að raforku byggist á jafnræðissjónarmiðum.
Lljóst er að breytt sölufyrirkomulag mun hafa töluverð áhrif á þá viðskiptavini Fallorku sem hingað til hafa verið með samninga um kaup á ótryggri orku, þ.e. raforkukostnaður þeirra mun hækka verulega.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15