Landsvirkjun og Þeistareykir ehf. hafa upplýst að viðræður standi nú yfir við mögulega kaupendur á orku til iðnaðar á Norðausturlandi. Þáttur í undirbúningi orkuvinnslunar er útboð á ráðgjafaþjónstu sem nú stendur yfir, en skilafrestur á tilboðum er til 9. ágúst n.k.
Í útboðinu er gert ráð fyrir hönnun og gerð útboðsaganga fyrir allt að 90 MW virkjun á Þeistareykjum og aðra eins virkjun í Bjarnarflagi, þá felur ráðgjafarvinnan einnig í sér eftirlit með uppsetningu vél- og rafbúnaðar á framkvæmdatímanum. Verkefnið er mjög umfangsmikið eða um 120 mannár.
Áætlaður kostnaður við þessi verkefnin að Þeistareykjum og Bjarnarflagi (2x90MW) er 47 milljarðar króna en þegar áfallinn rannskóknar og undirbúningskostnaður er um 5,4 milljarðarkróna.
Þessi tíðindi eru mjög ánægjuleg fyrir Norðurorku hf. sem var einn af upphafsaðilum þess að Þeistareykir ehf. var stofnað og þar með rannsókna á svæðinu með orkunýtingu í huga. Norðurorka hf. seldi Landsvirkjun hlut sinn í Þeistareykjum ehf. í desember árið 2009, enda taldi stjórn félagsins að frumkvölastarfi þess væri lokið og ekki rétt að taka þátt í frekari fjárfestingu á svæðinu enda um gríðalegar fjárhæðir að ræða í því samhengi.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15