4. jún 2024

Laust starf á framkvæmdasviði

Höfuðstöðvar Norðurorku að vetrarlagi.
Höfuðstöðvar Norðurorku að vetrarlagi.

Norðurorka óskar eftir að ráða pípulagningamann, stálsmið eða vélvirkja til starfa á framkvæmdasvið fyrirtækisins. Iðnaðarmenn í framkvæmdaþjónustu sjá um daglegan rekstur, viðhald og nýlagnir í veitukerfum fyrirtækisins auk annarra tilfallandi verkefna

 

Frekari upplýsingar / umsóknarform

Umsækjendur eru hvattir til að fylla vandlega út umsóknarformið. Vel framsett umsókn með upplýsingum um fyrri störf og menntun er líklegri til að standast samanburð við aðrar umsóknir.

Um Norðurorku

Meginhlutverk Norðurorku er að þjónusta heimili og atvinnulíf með vinnslu og dreifingu á heitu vatni og neysluvatni, rekstri dreifikerfi raforku og rekstri fráveitu. Norðurorka er reyklaus vinnustaður og starfar skv. vottuðu gæðakerfi (ISO 9001).

Norðurorka er metnaðarfullt og vel rekið fyrirtæki sem laðar að sér hæft starfsfólk og hlúir að því. Við leggjum áherslu á að byggja upp nærandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk vex og dafnar í lífi og starfi. Við erum framsækin í nýsköpun og þjónustu og berum ríka samfélagslega ábyrgð.