Á komandi vikum munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Akureyrar og Ólafsfjarðar fyrir hönd Norðurorku. Lekaleitin verður gerð með drónum þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð af bænum vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum. Gögnin nýtast Norðurorku til að stöðva núverandi leka ásamt því að varpa ljósi á mögulegar viðhaldsþarfir.
ReSource International mun leitast eftir því að framkvæma verkið með öryggi og hag íbúa að leiðarljósi og þakkar fyrirfram sýndan skilning og þolinmæði.
Áætlað er að leikaleitin taki tvo daga og mun hún fara fram á komandi vikum þegar veður leyfir. Nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15