13. maí 2011

Ljósin loga um hábjartan daginn

Öðru hvoru berast okkur fyrirspurnir um það afhverju logi á ljósastaurum um hábjartan daginn.

Öðru hvoru berast okkur fyrirspurnir um það afhverju logi á ljósastaurum bæjarins um hábjartan daginn.  Ástæður þess eru þær að reglulega þarf að fara yfir ljósastæðin, skipta um perur og sinna viðhaldi.  Því er nauðsynlegt annað slagið að hafa kveikt á vinnutíma starfsmanna yfir daginn þó að hábjartur sé til þess að sjá hvar skipta þarf um perur.  Við reynum að kveikja á afmörkuðum svæðum í einu en fyrir kemur að svæðin eru það stór að fólki finnst hreinlega að það logi ljós í öllum bænum.

Við vonum að bæjarbúar sýni þessu skilning þótt þetta kunni að líta einkennilega út á sólbjörtum sumardegi.

við Krossanes