6. jún 2013

Loka þarf fyrir heita vatnið í hluta Lundahverfis

Í nótt gaf sig hitaveitulögn á gatnamótum Skógarlundar og Dalsbrautar. Nauðsynlegt er að fara þegar af stað í viðgerð á lögninni sem þýðir að taka þarf vatnið af í hluta Lundahverfis.

Í nótt gaf sig hitaveitulögn á gatnamótum Skógarlundar og Dalsbrautar.  Nauðsynlegt er að fara þegar af stað í viðgerð á lögninni sem þýðir að taka þarf vatnið af í hluta Lundahverfis.

Miklar framkvæmdir hafa verið á þessu svæði og líkur til þess að hitaveitulögnin hafi orðið fyrir hnjaski af þeim sökum.

Svæðið sem lokunin nær til má sjá á myndinni hér fyrir neðan (smellið á myndina til að sjá hana stærri).  Lokað verður fyrir heita vatnið um kl. 11:00 og gert ráð fyrir að lokað verði fram eftir degi.  Upplýsingar um framgang verksins verða settar hér inn á heimasíðuna.

Lokunarsvæði Lundahverfi júní 2013

 

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta tímabundna heitavatnsleysi veldur og jafnframt minntir á að kynna sér vel "GÓÐ RÁÐ KOMI TIL ÞJÓNUSTUROFS" hér á heimasíðunni.