8. maí 2012

Lokað fyrir heita vatnið á Brekkunni og Eyrinni

Vegna framkvæmda við dreifikerfi hitaveitu þarf að loka fyrir vatnið fimmtudaginn 10. maí frá kl. 9.00 og fram eftir degi. Lokunin tekur til hluta af Brekkunni og hluta af Eyrinni.

Vegna framkvæmda við dreifikerfi hitaveitu þarf að loka fyrir vatnið fimmtudaginn 10. maí frá kl. 9.00 og fram eftir degi. Lokunin tekur til hluta af Brekkunni og hluta af Eyrinni.

Svæðið sem lokunin tekur til má sjá á þessari yfirlitsmynd.

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem vatnsleysið kann að valda og jafnframt beðnir að fylgjast með fréttum af viðgerðinni hér á heimasíðunni en gert er ráð fyrir að hægt verði að hleypa vatni á aftur síðdegis.  Nokkurn tíma getur tekið að fullur þrýstingur komi á kerfið enda er vatninu hleypt mjög rólega á eftir viðgerðina.

Lokunin tekur í aðalatriðum til eftir talinna gatna;

Bjarkarstígur (að hluta)
Munkaþverárstræti
Krabbastígur
Bjarmastígur (að hluta)
Oddeyrargata (að hluta)
Brekkugata (að hluta)
Sniðgata
Hólabraut
Túngata
Geislagata
Skipagata (að hluta)
Hofsbót
Strandgata (að hluta)
Glerárgata (að hluta)
Gránufélagsgata (að hluta)
Laxagata
Lundagata (að hluta)
Norðurgata (að hluta)
Grundargata (að hluta)

Komi upp einhver vandamál þá er viðskiptavinum bent á að hafa samband við þjónustuver Norðurorku í síma 4601300 á skrif stofutíma (8:00 - 16:00) en bakvakt Norðurorku í síma 892 7305 utan þess tíma. Mjög gott er að lofttæma ofna í húsum með þar til gerðum lykli fyrir lofttæmingarkrana á ofnunum eftir að vatni hefur verið hleypt á að nýju. Sé fólk ekki með slíka lykla tiltæka eða telji sig ekki hafa næga þekkingu til að vinna slíkt verk þá endlega hafið samband við pípulagningameistara hússins.