Lokað verður fyrir heita vatnið í hluta Ránargötu, Eyrarvegar og Grenivalla vegna viðgerðar á hitaveitulögn fimmtudaginn 14. ágúst frá kl. 8:00 og fram eftir degi. Nánari upplýsingar um framvindu verksins verða settar inn hér á heimasíðuna þegar líður á daginn.
Viðskiptavinum er bent á að kynna sér á heimasíðunni góð ráð komi til þjónusturofs.
Viðskiptavinum er bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur. Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á. Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við pípulagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.
Lokunarsvæðið tekur til þeirra húsa við Ránargötu og Grenivelli sem sjást innan bláa rammans á myndinni hér fyrir neðan.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15