Vegna vinnu við að fjarlægja hitaveitubrunna í Hrísalundi og vinnu við að svera upp stofnlögn hitaveitu að KA svæðinu er nauðsynlegt að taka heita vatnið af stærstum hluta Hrísalundar næstkomandi þriðjudag 25. júní frá kl. 8.30 og fram eftir degi.
Mynd af svæðinu sem lokunin tekur til má sjá hér fyrir neðan.
Viðskiptavinir eru beðnir um að gæta vel að húsveitum sínum og kynna sér "GÓÐ RÁÐ KOMI TIL ÞJÓNUSTUROFS" hér á heimasíðunni.
Hafa ber í huga að við framkvæmdir sem þessar geta komið upp óvænt atvik sem leiða til þess að verkið dregst umfram það sem áætlað er. Upplýsingar um framvindu verksins eru settar hér inn á heimasíðuna og er viðskiptavinum bent á að fylgjast með fréttum á heimasíðunni einkum ef vatnið verður ekki komið á síðdegis. Í því sambandi þarf einnig að hafa í huga að nokkurn tíma tekur að byggja upp fullan þrýsting í dreifikerfinu eftir að vatni hefur verið hleypt á.
Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri Norðurorku í síma 460-1300 einnig er hægt að senda fyrirspurnir í netfangið thjonusta@no.is.
Bakvaktasími hitaveitu er 892 7305.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15