Lokað var fyrir kalda vatnið í hluta Skarðshlíðar og hluta Höfðahlíðar í dag vegna viðgerða og voru allir hlutaðeigandi aðilar látnir vita af lokuninni.
Eftir að lokun var framkvæmd kom í ljós að stærra svæði fór út en ætlað var. Verið er að fara í gengnum hvað veldur þessu en líklega er þetta vegna ófullnægjandi upplýsinga í teiknikerfi. Nánari upplýsingar hér að lútandi verða settar inn í fréttasafnið þegar þær liggja fyrir.
Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þessum óþægindum. Einnig eru viðskiptavinir minntir á gæta varúðar og skilja ekki kaldavatnskrana eftir opna. Þá þarf að sýna sérstaka aðgát í umgengni við heita vatnið þar sem ekki er kalt vatn til uppblöndunar.
Lokunarsvæði (upphaflegt):
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15