Uppfært kl. 15:20
Enn er unnið að viðgerð eftir að bilun kom upp í Þórunnarstræti í dag sem varð til þess að loka þurfti fyrir kalt vatn.
Reiknað er með að hægt verði að hleypa vatni á á milli kl. 17 og 18.
Viðskiptavinir Norðurorku eru beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Uppfært kl. 13.50.
Unnið er að viðgerð í Þórunnarstræti og enn er óljóst hvenær reikna má með að vatni verði hleypt á.
Reikna má með frekari fréttum hér á síðunni um kl. þrjú.
Upphaflega fréttin:
Vegna bilunar er LOKAÐ fyrir KALT VATN í hluta Þórunnarstrætis. Lokað verður um óákveðin tíma eða á meðan viðgerð stendur yfir en nánari upplýsingar verða settar hér inn þegar þær liggja fyrir.
Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokuninni stendur þar sem það er óblandað og því MJÖG HEITT.
Hér má sjá góð ráð við kaldavatnsrofi.
Svæðið sem um ræðir má sjá á myndinni hér að neðan.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15