Vegna vinnu við að fjarlægja brunna þarf að loka fyrir heita vatnið á stóru svæði á suður brekkunni, Mýrarhverfi, Gerðarhverfi og Lundahverfi á Akureyri (sjá nánar á mynd) frá kl. 04:00 aðfaranótt fimmtudagsins 4. september og fram eftir kvöldi á fimmtudaginn.
Viðskiptavinum er bent á að kynna sér á heimasíðunni góð ráð komi til þjónusturofs.
Viðskiptavinum er bent á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur. Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á. Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við pípulagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15