Á árinu 2018 stendur til að skipta um 900 – 1.000 hitaveitumæla og munu mælaskiptin fara fram í maí til desember 2018. Það er verktakinn Áveitan ehf sem sér um verkið og mun starfsmaður verktakans vera með starfsmannaskírteini frá Norðurorku með nafni og mynd.
Innra eftirlitskerfið með sölumælum er rekið með hag neytenda að leiðarljósi og er reynt að framkvæma mælaskiptin í góðu samstarfi við viðskiptavini. Verktakinn mun verða í sambandi við þá viðskiptavini sem um ræðir, annaðhvort með símtali eða heimsókn og biðjum við alla um að taka vel á móti starfsmanninum.
Frá árinu 2011 hefur Norðurorka rekið innra eftirlitiskerfi með sölumælum sínum en kerfið er hluti af gæðakerfi fyrirtækisins. Þessi þáttur gæðakerfisins lýtur að því að tryggja réttar mælingar og að mælaskipti fari fram á réttum tíma.
Mælar hafa ákveðinn löggildingartíma sem fer eftir gerð mælis. Á síðasta löggildingarári eru tekin úrtök úr einstökum mælasöfnum (tilteknar árgerðir og tegund) og úrtök send í prófanir hjá löggiltri prófunarstofu. Standist úrtakið prófun er heimilt að nota viðkomandi safn áfram en annars þarf að skipta því út fyrir nýtt safn, þ.e. setja upp nýja mæla.
Um leið og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda bendum við á að ef frekari upplýsinga er óskað um mælaskiptin eða um löggildingu mælis, má hafa samband við þjónustuver í síma 460-1300 eða með því að senda póst á no@no.is.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15