3. jan 2012

Málþing Norðurorku hf 2011

Málþingið fór fram í Hömrum
Málþingið fór fram í Hömrum
Árlegt málþing Norðurorku hf. var haldið milli jóla og nýárs.

Árlegt málþing Norðurorku hf. var haldið milli jóla og nýárs í Menningarhúsinu Hofi. Tæplega hundrað manns sóttu þingið og hlustuðu á áhugaverða fyrirlesara en það voru þeir Guðmundur Davíðsson framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella, Kristinn F. Sigurharðarson framkvæmdastjóri Orkeyjar ehf og Jón Vilhjálmsson sviðsstjóri hjá EFLU verkfræðistofu sem fluttu erindi.  Guðmundur fjallaði um fjarvarmaveitu í Hallormsstað sem kynt er með viðarkurli sem unnið er úr Hallormsstaðarskógi, Kristinn fjallaði um uppbyggingu Orkeyjar ehf. sem sérhæfir sig í vinnslu lífdíselolíu úr úrgangsfitu ýmiskonar og Jón fjallaði um þróun raforkuverðs á Íslandi.
Einn af föstum viðburðum málþingsins er að starfsmenn sem látið hafa af störfum vegna aldurs á líðandi ári eru heiðraðir, en það voru að þessu sinni Guðmundur Brynjólfsson og Magnús Lárusson.
Á málþinginu undirrituðu Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Norðurorku h.f og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Hofs bakhjarlasamning sem kveður á um stuðning Norðurorku við rekstur Hofs, með áherslu á opna viðburði sem haldnir eru í húsinu.

 

Ágúst Torfi Hauksson og Guðmundur Brynjólfsson
Ágúst Torfi Hauksson og Magnús Lárusson
Ágúst Torfi og Guðmundur Brynjólfsson
Ágúst Torfi og Magnús Lárusson