9. ágú 2024

Margvíslegur ávinningur af snjallmælum

Snjallmælar auðvelda okkur að reka veitukerfin á hagkvæmari hátt og stuðla enn betur að ábyrgri auðl…
Snjallmælar auðvelda okkur að reka veitukerfin á hagkvæmari hátt og stuðla enn betur að ábyrgri auðlindanýtingu.

Brátt heyrir álestur af orkumælum sögunni til því við skiptum orkumælum út fyrir snjallmæla

Ávinningur af notkun snjallmæla er margvíslegur, fyrir viðskiptavini, veitukerfin, auðlindirnar og umhverfið. Með tilkomu snjallmæla getur þú fylgst nánar með notkuninni og þar með haft möguleika á að stjórna orkunotkun heimilisins í samræmi við raunverulega orkuþörf hverju sinni. Þannig nýtist orkan best. Betri yfirsýn gerir þér einnig kleift að bregðast hratt við ef upp kemur bilun eða óeðlileg notkun. Meiri upplýsingar og aukið gagnsæi auðvelda okkur að reka veitukerfin á hagkvæmari hátt og stuðla enn betur að ábyrgri auðlindanýtingu. Þá mun ekki lengur þurfa að lesa af mælunum þar sem álestrartölur verða sendar sjálfkrafa. 

Rafsegulgeislun frá snjallmælum er langt undir hættumörkum

Norðurorku hafa borist nokkrar fyrirspurnir um geislun í tengslum við notkun snjallmæla. Rafsegulgeislun frá snjallmælum er langt undir hættumörkum sem íslensk og alþjóðleg yfirvöld setja. Snjallmælar sem Norðurorka rekur mæla rafmagn annars vegar og notkun á heitu vatni hins vegar. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna og á þeirri tækni byggja nánast öll þráðlaus samskipti, þar á meðal snjallmælar. Rafmagnsmælarnir nýta sér tíðnina 434 MHz og heitavatnsmælarnir 868 MHz. Snjallmælar gefa einungis frá sér rafsegulsvið þegar þeir senda aflestur – í heild 3,5 sekúndur á dag og er hámarksflutningsgeta mælanna 0,5 wött. Mælingar hafa sýnt að geislunin er innan við 1/1000 af viðmiðunarmörkum. Til samanburðar má nefna að farsími getur sent allt að 2,0 wött og er heildartíminn sem símar senda frá sér rafsegulsvið jafnframt lengri.

Fyrir frekari upplýsingar um rafsegulgeislun smellið HÉR

Upplýsingar frá Kamstrup sem framleiðir mælana sem Norðurorka notar:

Fyrir þau sem vilja spreyta sig á norsku er hér stutt en fróðlegt myndband um rafsegulgeislun frá þráðlausum rafmagnstækjum. Myndbandið var unnið fyrir DSA (Direktoratet for strålevern og atomtryggleik) sem er eftirlitsstofnun með geislavörnum og kjarnorkuöryggi í Noregi.