11. nóv 2010

Metangas á Glerárdal

Unnið að gerð samnings milli Norðurorku hf. og Akureyrarbæjar ...

Unnið að gerð samnings milli Norðurorku hf. og Akureyrarbæjar um nýtingu á hauggass á Glerárdal. Gert er ráð fyrir að Norðurorka hf. taki að sér að láta rannsaka sorphauganna á Glerárdal með það að markmiði að hauggasi verið safnað með borunum og lagningu nauðsynlegra lagna um svæðið og úr því unnið metangas.

Í gildi er viljayfirlýsing milli Akureyrarbæjar og Strokks Energy ehf. um nýtingu metangassins í tengslum við áætlanir Strokks um að vinna að því að koma á fót koltrefjaverksmiðju á Akureyri.  Í ljósi þessarar yfirlýsingar er þessi nýting metangassins fyrsti kostur í stöðunni og óskandi að það verkefni geti fengið framgang á næstu tveimur árum.