3. jún 2013

Metanstöð á Akureyri – seinkun á afhendingu búnaðar

Ljóst er að allnokkur seinkun verður á því að hægt verði að hefja vinnslu hauggass frá urðunarstaðnum á Glerárdal við Akureyri. Tafirnar stafa af seinkun á afhendingu hreinsistöðvar frá framleiðanda hennar, Flotech í Svíþjóð. Áætlanir nú gera ráð fyrir að sala metangass geti hafist fyrir áramót.

Metanstöð á Akureyri – seinkun á afhendingu búnaðar

Ljóst er að allnokkur seinkun verður á því að hægt verði að hefja vinnslu hauggass frá urðunarstaðnum á Glerárdal við Akureyri.  Tafirnar stafa af seinkun á afhendingu hreinsistöðvar frá framleiðanda hennar, Flothech í Svíþjóð.  Áætlanir nú gera ráð fyrir að sala metangass geti hafist fyrir áramótin.

Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að Norðurorka keypti hreinsistöð sem þegar var hafin smíði á enda talið að hún uppfyllti nauðsynlegar kröfur.  Við nánari skoðun var það niðurstaða framleiðandans að stöðin mætti ekki umræddum kröfum og óskaði hann eftir að hafin yrði smíði nýrrar stöðvar.  Norðurorka féllst á þessa niðurstöðu enda óviðunandi að óvissa væri um að stöðin næði umsaminni afkastagetu.  Rétt er að taka fram að þessi breyting hefur ekki áhrif á kaupverðið.

Ljóst er að þessar tafir eru mjög óþægilegar ekki síst með það í huga að verktíminn hér á Íslandi gæti orðið erfiður með tilliti til veðurs.  Vonir standa þó til að með góðum undirbúningi þá tefji þetta verkið ekki meira en að ofan getur.

grunnmynd af hreinisstöð sem framleiðir metangas úr hauggasi