Metanafgreiðsla við gatnamót Miðhúsabrautar og Miðhúsavegar hefur verið opnuð.
Norðurorka hf. sér um vinnslu hauggas úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal við Akureyri. Boraðar eru vinnsluholur í hauginn og gasið leitt með pípum frá holunum í safnþró og þaðan með leiðslu niður að hreinisstöð sem er við gatnamót Miðhúsavegar og Breiðholstsvegar. Þar er hauggasið hreinsað og til verður hreint metan sem hægt er að nota á metanbifreiðar. Frá hreinsistöðinni er gasið leitt undir þrýstingi niður í þjöppustöð og þaðan í afgreiðslubúnað til dælingar á birfreiðar. Þjöppustöðin og afgreiðslan eru eins og áður segir við gatnamót Miðhúsabrautar og Miðhúsavegar.
Á síðasta ári var gerður samningur við OLÍS sem felur í sér að félagið tekur að sér markaðssetningu og smásölu á metani sem Norðurorka framleiðir.
Áætlað er að framleiða megi að minnsta kosti 600 þúsund Nm3 metans árlega sem svarar til notkunar á 600 fólksbíla á ári til ársins 2030 a.m.k. Áætlaður kostnaður verkefnisins er um 380 milljónir króna.
Hauggas sem myndast úr sorphaugunum á Glerárdal inniheldur um 57% metan. Nýting á því metani sem myndast er mikill ávinningur fyrir umhverfið og Ísland í heild. Metan er um 23 x skaðlegra en CO2sem myndast við bruna í bílvél. Þá sparast auðvita að sama skapi kaup á erlendu jarðefnaeldsneyti fyrir þá bíla sem aka á inlendu metan.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15