Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á metanverkefni Norðurorku. Öllum framkvæmdum er lokið og unnið að prófunum á öllum búnaði með fulltrúum frá framleiðendum hreinsistöðvar, þjöppustöðvar og afgreiðslubúnaðar. Prófanir hingað til hafa gengið að óskum. Við gerum ráð fyrir að prófunum ljúki í næstu viku (viku 35) og ef allt gengur vel í þeim efnum, verður formleg opnun stöðvarinnar í framhaldi af því. Mun það verða auglýst sérstaklega.
Gasframleiðsla verður í höndum Norðurorku hf. en Olís hf. sér um smásölu metangassins.
|
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15