13. sep 2012

Mikið tjón á Norðausturlandi

Ljóst er að tjón RARIK og Landsnets af völdum óveðursins sem gekk yfir Norðurland og Norðausturland síðastliðinn mánudag nemur mörg hundruð milljónum króna.

Ljóst er að tjón RARIK og Landsnets af völdum óveðursins sem gekk yfir Norðurland og Norðausturland síðastliðinn mánudag nemur mörg hundruð milljónum króna.

Á vef RARIK kemur fram að líklegt sé að tjónið hefði orðið margfallt meira ef ekki hefði markvisst verið unnið að því að færa stóran hluta af dreifikerfinu í jörð en nú þegar hefur um helmingur dreifikerfisins verið færður í jörð.

Hjá RARIK kemur fram að háspennukerfið í dreifbýli sé í heild um 8000 km en markvisst hefur verið unnið að endurnýjun og styrkingu þess með lagningu jarðstrengja frá árinu 1991 þegar mikið tjón varð á línum á Norðurlandi. Þá brotnuðu um 550 staurar og í áhlaupi sem varð 1995 á fjórða hundrað staura.

Á heimasíðu Þeistareykja hf. má sjá myndir af skemmdum línum á Reykjaheiði.

Mikið tjón á Reykjaheiði af vef Þeistareykja hf.