Ljóst er að tjón RARIK og Landsnets af völdum óveðursins sem gekk yfir Norðurland og Norðausturland síðastliðinn mánudag nemur mörg hundruð milljónum króna.
Á vef RARIK kemur fram að líklegt sé að tjónið hefði orðið margfallt meira ef ekki hefði markvisst verið unnið að því að færa stóran hluta af dreifikerfinu í jörð en nú þegar hefur um helmingur dreifikerfisins verið færður í jörð.
Hjá RARIK kemur fram að háspennukerfið í dreifbýli sé í heild um 8000 km en markvisst hefur verið unnið að endurnýjun og styrkingu þess með lagningu jarðstrengja frá árinu 1991 þegar mikið tjón varð á línum á Norðurlandi. Þá brotnuðu um 550 staurar og í áhlaupi sem varð 1995 á fjórða hundrað staura.
Á heimasíðu Þeistareykja hf. má sjá myndir af skemmdum línum á Reykjaheiði.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15