5. des 2024

Mismunandi kerfi raforku

Vissir þú að á Akureyri eru tvö mismunandi kerfi raforku?
 
TT spennukerfi annars vegar og TN-C spennukerfi hinsvegar. Öll endurnýjun búnaðar miðast við að TT afleggist og TN-C komi í staðinn. Góður árangur hefur náðst í því á síðustu árum, en um er að ræða tímafrekt verkefni og því ljóst að mörg ár gætu liðið þangað til síðasta húsinu verður breytt.
 
 
 
Á meðfylgjandi mynd sem uppfærð er reglulega má sjá nokkurn veginn hvar skilin á milli kerfanna eru. Á gulu svæðunum er gamla TT spennukerfið. Nýja TN-C spennukerfið er á ólitaða svæðinu utan þess. Öll endurnýjun búnaðar miðast við að TT afleggist og TN-C komi í staðinn. Hægt er að smella á myndina fyrir betri upplausn.
 

Hvað getur þú gert til að undirbúa þig fyrir spennubreytingar?

Ef þú býrð í hverfi þar sem er fyrirhuguð spennubreyting máttu búast við að fá sendar ýmsar upplýsingar í tengslum við ferlið í aðdraganda framkvæmda, með áætlaðri dagsetningu o.fl. Skoðaðu inn á mínum síðum hvort að rétt símanúmer sé skráð svo að þú fáir slíkar tilkynningar frá okkur.

 
Með nýju kerfi aukum við afhendingaröryggi og styrkjum dreifikerfið.