Íslendingar eru lánsamir að hafa aðgang að þeirri einstöku auðlind sem jarðhitavatn er, en um 90% heimila landsins eiga kost á að nýta sér það. Mikil aukning er í heitavatnsnotkun í samfélaginu, langt umfram fólksfjölgun.
Norðurorka hefur látið útbúa meðfylgjandi myndband sem hvetur fólk til að bera virðingu fyrir heita vatninu og bendir á leiðir til ábyrgrar orkunotkunar.
Það er vel við hæfi að birta myndbandið í dag, þegar Evrópska nýtnivikan stendur yfir, en markmið átaksins er einmitt að draga úr óþarfa neyslu. Gott er að hafa í hug að engin geta gert allt en öll geta gert eitthvað.
Smellið á myndina hér fyrir neðan til að horfa á myndbandið.