Nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fer aftur af stað haustið 2024 í Háskólanum á Akureyri í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Norðurorka leitar að áhugasömum nýnemum til að styrkja til námsins. Fyrirtækið mun greiða hluta námsgjalda, bjóða upp á starfsreynslu meðan á námi stendur auk tækifæris til að nýta fyrirtækið og innviði þess til hagnýtra verkefna í náminu.
Skilyrði er að umsækjendur séu með lögheimili á starfssvæði Norðurorku
Sjá frekari upplýsingar um námið HÉR
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15