Í tilefni af 100 ára afmæli vatnsveitu á Akureyri höldum við ráðstefnuna Náttúrugæði í 100 ár í Hofi fimmtudaginn 18. september nk..
Ráðstefnan er öllum opin en nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að
a) senda tölvupóst á midasala@menningarhús.is eða
b) hringja í miðasölu Hofs í síma 450-1000 eða
c) koma í miðasölu Hofs og skrá sig.
Afgreiðsla Hofs er opin virka daga á milli kl. 13:00 og 19:00.
Skráningu á ráðstefnuna líkur miðvikudaginn 17. september.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir (en munið að skrá ykkur).
Ráðstefna í tilefni af 100 ára afmæli vatnsveitu á Akureyri
Staður; Hof Akureyri
Stund: Fimmtudaginn 18. september kl. 16:00
Fundarstjóri: Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.
- Ráðstefnan sett kl. 16:00 -
16:15 Upphaf vatnsveitu á Akureyri – Jón Hjaltason sagnfræðingur
16:30 Uppruni vatns Akureyringa – Bjarni Gautason jarðfræðingur ÍSOR
16:45 Vatnsvernd og vatnsgæði – Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
- Kaffiveitingar kl. 17:00 -
17:30 Sóa Íslendingar vatni? – Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar
17:45 Veldu gæði! – Eðvald Sveinn Valgarðsson gæðastjóri Kjarnafæðis
18:00 Vatnið og lífið – Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur
18:15 Fyrirspurnir og umræður
- Ráðstefnulok kl. 18:45 -
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15