Í gær sunnudaginn 30. september var undirritaður samningur milli Norðurorku hf. og Menningarhússins HOFS þar sem fram er haldið samstarfi aðila um stuðning Norðurorku við HOF.
Um er að ræða svonefndan bakhjarlasamning þar sem Norðurorka hf. veitir fjárstyrk að fjárhæð kr. 1.250.000 sem einkum skal varið til þess að styðja við opna viðburði í HOFI sem gestir hafa aðgang að án endurgjalds.
Sem dæmi um opna viðburði má nefna þáttinn "Gestir út um allt", Barnamorgna í Hofi, Kórahátíð þar sem yfir 500 kórsöngvarar af öllu Norðurlandi koma saman og heimsókn eldri borgara í Hof.
Hér má sjá fréttatilkynningu Norðurorku hf. og Menningarhússins HOFS.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15