1. sep 2012

Norðurorka hf. afhendir Akureyrarbæ söguvörður að gjöf

Formleg afhending á söguvörðum sem eru gjöf Norðurorku hf. til Akureyrar í tilefni 150 ára kaupstaðarafmælisins fór fram í dag við athöfn í Innbænum.

Formleg afhending á söguvörðum sem eru gjöf Norðurorku hf. til Akureyrar í tilefni 150 ára kaupstaðarafmælisins fór fram í dag við athöfn í Innbænum.

Söguvarðan sem Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri afhjúpuðu stendur á gatamótum Aðalstrætis og Hafnarstrætis á móts við hin sögufrægu hús Túliníusarhús og Höfnershús.  Sú söguvarða er yfirlitsskilti sem sýnir mynd af Innbænum og vísar á aðrar söguvörður á því svæði. Sagt er frá gömlu Akureyri og upphafi þess að þar fór að myndast byggð. Á korti af bænum má sjá landið eins og það er í dag en einnig er sýnt hvar gamla strandlengjan var í árdaga.

Söguvörður gjöf Norðurorku til Akureyrar á 150 ára afmælinu Helgi Jóhannesson og Eiríkur Björn Björgvinsson afhjúpa

Í þessum áfanga verksins verður komið fyrir sex söguvörðum í Innbænum, yfirlitsskiltinu sem hér er afhjúpað og fimm öðrum skiltum í Innbænum sem segja frá og sýna í myndum einstaka markverða staði; Fjöruna, Laxdalshús, Búðargil, Breiðgang (Broadway) og Spítalaveg. Sjón er sögu ríkari og þess má einnig geta að inn á hverju skilti eru svonefndir smartkóðar sem hægt er að nota til að sækja nánari upplýsingar inn á heimasíðu Akureyrarstofu.

Auk ofangreindra sex söguvarða eru einnig í undirbúningi söguvörður sem koma á Oddeyrina og í Miðbæinn og eru þær jafnframt hluti af gjöf Norðurorku hf. til bæjarins í tilefni 150 ára afmælisins.

Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri við söguvörðuna á mótum Aðalstrætis og Hafnarstrætis

Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf. og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri