25. sep 2013

Norðurorka hf. bakhjarl Menningarhússins Hofs

Norðurorka hf. og Menningarhúsið Hof hafa gengið frá bakhjarlasamningi fyrir starfsárið 2013 - 2014. Samningurinn felur í sér að Norðurorka styrkir starfsemina í Hofi og Menningarhúsið kynnir Norðurorku sem bakhjarl sinn. Af hálfu Norðurorku er lögð áhersla á að bakhjarlastyrkur félagsins sé nýttur til að bjóða upp á opna viðburði sem standa til boða án sérstakra greiðslu.

Norðurorka hf. og Menningarhúsið Hof hafa gengið frá bakhjarlasamningi fyrir starfsárið 2013 - 2014.  Samningurinn felur í sér að Norðurorka styrkir starfsemina í Hofi og Menningarhúsið kynnir Norðurorku sem bakhjarl sinn. Af hálfu Norðurorku er lögð áhersla á að bakhjarlastyrkur félagsins sé nýttur til að bjóða upp á opna viðburði sem standa til boða án sérstakrar greiðslu.

Meðal viðburða sem Norðurorka hf. styrkir eru fjölskyldumorgnar í Hofi, heimsóknir skólabarna og barnaskemmtun á Akureyrarvöku.

Hér að neðan má sjá myndir af Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Hofs og Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku sem voru teknar í tilefni af undirskrift bakhjarlasamningsins. Með þeim á myndunum eru krakkar sem voru í skólaheimsókn í Hofi þriðjudaginn 24. september 2013.

Frá undirritun bakhjarlasamnings Norðurorku og Hofs

Frá undirritun bakhjarlasamnings Norðurorku og Hofs

Myndir; Baldvin Þeyr