5. ágú 2011

Norðurorka hf. gengur frá samningi við Vegagerðina og Vaðlaheiðargöng hf.

Í dag var gengið frá samningi milli Norðurorku hf. annars vegar og Vegagerðarinnar og Vaðlaheiðarganga hf. hins vegar um aðgerðir sem miða að því að ekki komi til neysluvatnsþurrðar vegna gangagerðar um Vaðlaheiði.

Í dag var gengið frá samningi milli Norðurorku hf. annars vegar og Vegagerðarinnar og Vaðlaheiðarganga hf. hins vegar um aðgerðir sem miða að því að ekki komi til neysluvatnsþurrðar vegna gangagerðar um Vaðlaheiði.

Í tengslum við undirbúning gangagerðar um Vaðlaheiði hafa komið fram vísbendingar um mögulega neysluvatnsþurrð á syðra veitusvæði Norðurorku hf. í Svalbarðsstrandarhreppi, þar sem göngin eru talin skera berggrunninn með þeim hætti að þau muni opna grunnvatni nýjar leiðir, með þeim afleiðingum að núverandi neysluvatnsuppsprettur hverfi eða afkastageta þeirra minnki verulega.

Til þess að bregðast við þessari hættu mun Norðurorka hf. tengja svonefnda Halllandsveitu, sem þjónar syðsta hluta Svalbarðsstrandarhrepps, við Garðsvíkurveitu sem í dag þjónar norðurhluta hreppsins.  Með þessari tengingu mun í framtíðinni einnig skapast möguleiki á bættri þjónustu á svæðinu sunnan við Svalbarðseyri og að Halllandsveitusvæðinu, samhliða uppbyggingu á því svæði.  Undirritun samnings

Auk þess að Garðsvíkurveitan mun með þessari framkvæmd þjóna núverandi Halllandsveitu, þá er einnig gert ráð fyrir því að hægt verði að tengja vatnsveitu Vatnsveitufélags Kaupangssveitar inn á nýja stofnlögn.  Er það gert sökum þess að gangagerðin kann að hafa einhver áhrif á afkastagetu  vatnsbóla í landi Ytri-Varðgjár sem félagið nýtir.

Í samningnum er fjallar um þátttöku Vegagerðarinnar í kostnaði við þessa framkvæmd, en hún er að hluta til greidd af Svalbarðsstrandarhreppi og Norðurorku hf.

Farið verður í framkvæmdir við lagningu nýrrar stofnlagnar frá vatnstanka við Brautarhól og að Halllandi núna í haust.  Lögð verður 180 mm lögn frá Brautarhóli, að stað sem er sem næst væntanlegum gangamunna Vaðlaheiðarganga og þaðan 110 mm lögn að Halllandsveitunni.  Heildarlengd lagnar er um 8 kílómetrar.  Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 70 milljónir króna.

áætluð lega Vaðlaheiðarganga