18. okt 2012

Norðurorka hf. kynnt í bæjarstjórn

Höfuðstöðvar Norðurorku hf. Rangárvöllum
Höfuðstöðvar Norðurorku hf. Rangárvöllum
Á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðudag 16. október kynnti stjórnarformaður Norðurorku hf. Geir Kristinn Aðalsteinsson fyrirtækið með svonefndri stöðuskýrslu.

Á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðudag 16. október kynnti stjórnarformaður Norðurorku hf. Geir Kristinn Aðalsteinsson fyrirtækið með svonefndri stöðuskýrslu. Er þetta í fyrsta skipti sem Norðurorka hf. er kynnt með þessum hætti í bæjarstjórn en sambærilegar skýrslur hafa þar verið fluttar um deildir og stofnanir bæjarins með reglulegu millibili undangengin ár.

Í ljósi þess að þetta er í fyrsta skipti sem Norðurorka hf. er kynnt er umrædd skýrsla með sögulegu ívafi þar sem farið er yfir þær miklu breytingar sem orðið hafa á fyrirtækinu á þeim rúmlega áratug sem liðinn er frá stofnun þess. Auk þess er gerð grein fyrir helstu þáttum rekstrarins, mannauðsmálum, efnahag og fjármálum, eigendum, stjórn og skipulagi og loks stefnumörkun og framtíðarsýn.

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.