Norðurorka hefur hlotið jafnlaunavottun, sem er staðfesting á því að launakerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 en jafnlaunakerfið skal innihalda kerfisbundnar aðferðir til að koma í veg fyrir kynbundinn launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna.
Til grundvallar úttektinni lágu fyrir úttektir, sem framkvæmdar voru af fyrirtækinu ICert ehf. auk launagreiningar sem framkvæmd var með notkun Pay Analytics kerfisins.
Jafnlaunakerfi Norðurorku uppfyllir kröfur fyrrgreinds jafnlaunastaðals en því er jafnframt ætlað að tryggja að launamunur starfsfólks sé málefnalegur, sömu laun séu greidd fyrir sömu störf og jöfn kjör fyrir jafn verðmætt vinnuframlag.
"Innleiðing jafnlaunakerfisins er búin að vera heilmikil vinna en hún hefur jafnframt fært okkur verkfæri og verklag sem við höfðum ekki áður til að vinna að markmiðum launastefnu okkar" segir Erla Björg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri Norðurorku. "Það var svo bara bónus að vinnan sýndi svart á hvítu að launasetning Norðurorku er í samræmi við niðurstöður starfsmats, launaákvarðanir hafa verið teknar með sama hætti fyrir alla og byggja á málefnalegum forsendum. Það þurfti með öðrum orðum ekki að umbreyta neinum ferlum eða ráðast í lagfæringar svo fyrirtækið uppfyllti skilyrði jafnlaunastaðalsins".
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15