20. apr 2012

Norðurorka kaupir jarðhitaréttindi Hrafnagils

Benedikt Hjaltason og Ágúst Torfi Hauksson
Benedikt Hjaltason og Ágúst Torfi Hauksson
Norðurorka hf. hefur keypt jarðhitaréttindi jarðarinnar Hrafnagils í Eyjafjarðarsveit.

Norðurorka hf. hefur keypt jarðhitaréttindi jarðarinnar Hrafnagils í Eyjafjarðarsveit af Benedikt Hjaltasyni.  Auk jarðhitaréttindanna kaupir Norðurorku land út úr Hrafnagili þar sem í dag er borhola og borholuhús og aðkoma að mannvirkjunum.

Hér til hliðar er mynd sem tekin var við undirritun samningsins af Benedikt Hjaltasyni seljanda jarðhita-réttindanna og landsins og Ágústi Torfa Haukssyni forstjóra Norðurorku hf.