21. mar 2012

Norðurorka óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa

Frá framkvæmdum við Hesjuvallalindir
Frá framkvæmdum við Hesjuvallalindir
Norðurorka óskar eftir að ráða jákvæðan og metnaðarfullan starfsmann í Þjónustuver fyrirtækisins.

Norðurorka óskar eftir að ráða jákvæðan og metnaðarfullan starfsmann í Þjónustuver fyrirtækisins.

Þjónustuverið sinnir almennri þjónustu við viðskiptavini Norðurorku hf. auk þess að sinna ýmsum verkefnum er lúta að innri starfsemi félagsins.

Þjónustufulltrúi sinnir símsvörun og móttöku viðskiptavina, margháttaðri upplýsingagjöf til viðskiptavina auk ýmissa áhugaverðra verkefna er lúta að innri starfsemi fyrirtækisins.

Vinnutími er frá kl. 8:00 til kl. 16:00.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg en ekki skilyrði
  • Reynsla af svipuðu eða sambærilegu starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg

Norðurorka hf er orku- og veitufyrirtæki sem stofnað var árið 2000 með sameiningu Hita- og Vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar.
Hlutverk Norðurorku er að þjónusta heimili og fyrirtæki á starfssvæði sínu með því að afla og dreifa neysluvatni og heitu vatni til viðskiptavina ásamt því að sinna raforkudreifingu á Akureyri.   Norðurorka hf. rekur hitaveitu og vatnsveitu í Hrísey, Hörgársveit, Akureyri, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppi auk þess að reka hitaveitu á Ólafsfirði, Grenivík og í Fnjóskadal.

Capacent Ráðningar hafa umsjón með ráðningunni fyrir hönd Norðurorku hf.

Áhugasamir hafi samband við Jónínu Guðmundsdóttur - jonina.gudmundsdottir@capacent.is eða Silju Jóhannesdóttur - silja.johannesdottir@capacent.is.  Umsókn um starfið skal leggja inn á heimasíðu Capacent Ráðninga www.capacent.is og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar koma fram.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 26. MARS NK.

Upplýsingar um starfið má einnig fá hjá Jóhannesi Baldri Guðmundssyni þjónustustjóra - jbg@no.is - s. 4601316 og Guðrúnu B. Harðardóttur starfsmannastjóra - gbh@no.is - s. 4601327