Líkt og undanfarin ár styrkir Norðurorka átakið "Bleika slaufan" með því að kaupa næluna handa þeim konum sem starfa í fyrirtækinu.
Krabbameinsfélag Íslands tileinkar októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum og söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.
Hönnuður Bleiku slaufunnar 2018 er Páll Sveinsson, gullsmíðameistari og verkstæðisformaður hjá Jóni og Óskari. Slaufan táknar umhyggjuna og tárin sem geta fylgt því þegar einhver greinist með krabbamein.
Málefnið snertir okkur öll, og margt starfsfólk okkar, með beinum hætti og því er gott að geta lagt svo góðu málefni lið.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15