6. júl 2011

Nýr forstjóri Norðurorku hf

Ágúst Torfi
Ágúst Torfi
Ágúst Torfi Hauksson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Norðurorku hf.

Ágúst er 37 ára gamall vélaverkfræðingur og lauk mastersnámi við University of British Columbia í Kanada árið 2001.  Ágúst hefur m.a. stundað rannsóknir í varmafræðum við University of British Columbia  og unnið hjá verkfræðistofu VGK m.a við verkefni  tengd orkuvinnslu og nýtingu. Frá árinu 2005 hefur Ágúst verið framkvæmdastjóri hjá Brim hf. þar sem hann hefur m.a.  stjórnað umsvifum félagsins við Eyjafjörð þar sem um 150 manns vinna að meðaltali.

Ágúst er Akureyringur. Hann er kvæntur Evu Hlín Dereksdóttur verkfræðingi og eiga þau tvær dætur.           

Hann mun taka við forstjórastarfinu í september næstkomandi.

 
Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku hf.