Á stjórnarfundi Norðurorku hf. í dag tók nýráðinn forstjóri Norðurorku Ágúst Torfi Hauksson formlega til starfa. Jafnframt þakkaði stjórnarformaður Geir Kristinn Aðalsteinsson f.h. stjórnar Franz Árnasyni fráfarandi forstjóra gifturík störf í þágu Norðurorku og Hita- og vatnsveitu Akureyrar allt frá árinu 1986.
Ágúst er 37 ára gamall vélaverkfræðingur og lauk mastersnámi við University of British Columbia í Kanada árið 2001. Ágúst hefur m.a. stundað rannsóknir í varmafræðum við University of British Columbia og unnið hjá verkfræðistofu VGK m.a við verkefni tengd orkuvinnslu og nýtingu. Frá árinu 2005 var Ágúst framkvæmdastjóri hjá Brim hf. Ágúst er Akureyringur. Hann er kvæntur Evu Hlín Dereksdóttur verkfræðingi og eiga þau tvær dætur.
Ágúst Torfi tekur við lyklunum úr hendi Franz Árnasonar
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15