Í gærkvöldi þann fimmta ágúst átti sér stað óhapp í metanframleiðslunni. Hreinsistöð metans fékk inn á sig súrefni sem skoðast sem hættulegt atvik. Vakthafandi vélfræðingur fékk boð um atvikið og gerði þær ráðstafanir sem fyrirskrifaðar eru um slík atvik. Kallað var á slökkviliðið sem kældi búnaðinn og tryggði að ekki yrði frekara tjón. Metanstöðin er óvirk sem stendur. Verið er að vinna að greiningu á atburðinum og kanna skemmdir. Ekki virðist sem skemmdirnar séu miklar. Líkur benda til að tengja megi atburðin við framkvæmdir sem verið er að vinna að á metanhaugnum til að auka framleiðslu hauggass. Nánari upplýsingar verða settar inn þegar ljósara verður hvenær stöðin kemst aftur í framleiðslu.
Opnunartími Norðurorku
Opið virka daga kl. 8-12 og 13-15