9. maí 2014

Orkukostnaður lægstur á Akureyri

Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húsahitun á nokkrum þéttbýlis- og dreifbýlistöðum á ársgrundvelli. Viðmiðunarfasteignin er einbýlishús sem er 161 m² að grunnfleti og 351 m³ að stærð.  Miðað er við verðskrá 1. apríl 2014.  Samkvæmt þessum útreikningum er kostnaðurinn lægstur á Akureyri.

Orkukostnaður á nokkrum stöðum á landinu